Þegar þú hefur skráð þig hjá okkur getur þú breytt upplýsingunum hvenær sem er. Til dæmis, ef þú vilt bæta við nýrri aðstöðu eða ef þú vilt segja okkur betur frá svæðinu í kring — þú getur bætt þessum upplýsingum hvenær sem þú vilt.
Þegar þú skráir þig biðjum við þig að setja myndir upp á svæðið þitt. Það gerum við því við vitum að gestir vilja gjarnan sjá og skoða myndir þegar þeir eru að leita að dvalarstöðum. Við mælum með því að þú setjir upp myndir sem sýna bæði innra og ytra byrði gististaðarins. Þær þurfa ekki að vera teknar af atvinnuljósmyndurum — myndir teknar með snjallsímum eru vel færar um að gefa gestum góða mynd af staðnum.
Þegar þú hefur lokið við skráningu gististaðarins þíns getur þú opnað hann fyrir bókanir á síðunni okkar. Við biðjum þig kannski um að sannreyna gisistaðinn þinn áður en þú getur byrjað að taka við bókunum en þú getur notað þennan tíma til þess að læra á ytranetið okkar og undirbúa þig fyrir fyrstu gestina þína.
Þegar þú hefur bætt gististaðnum þínum á Booking.com þarftu að greiða söluþóknun af hverri bókun. Þú getur séð hlutfall söluþóknunarinnar í hlutanum um „Samkomulagið“ í skráningarferlinu. Í lok hvers mánaðar sendum við þér greiðsluseðil með þeirri upphæð sem þú skuldar í söluþóknun.
Þú þarft ekki að staðfesta neinar af bókununum þínum. Þegar viðskiptavinur bókar á gististaðnum þínum fær hann staðfestingu um það á netinu samstundis. Þetta sparar þér ómakið við að kanna hverja einustu beiðni frá öllum mögulegum gestum.
Þegar gestir afpanta bókanir, gæti annað af tvennu átt sér stað. Afpanti gestur bókun sem gerð var eftir ókeypis afpöntunarskilmálum, greiðir gesturinn ekkert og þú greiðir enga söluþóknun. Afpanti gestur bókun sem ekki var gerð eftir ókeypis afpöntunarskilmálum greiðir gesturinn gjald og þú greiðir söluþóknun að þeirri upphæð sem gesturinn greiðir þér.
Mætti gesturinn ekki? Það er ekkert vandamál. Þú greiðir ekki söluþóknun fyrir gesti sem ekki láta sjá sig – nema þú hafir sett upp sérstakt „gjald ef gestur mætir ekki“ fyrir gesti þína.
Eigendur gististaða geta krafist tjónatryggingar af gestum. Tjónatrygging getur komið sér vel til að standa undir kostnaði vegna mögulegra skemmda sem gestir kunna að valda og veitir þér ákveðna tryggingu fyrir því að farið verði vel með gististaðinn. Ef eitthvað kemur upp á er hægt að tilkynna það til starfsfólks okkar með því að senda tilkynningu um misferli gesta.