Æ æ – eitthvað fór úrskeiðis

Prófaðu að endurhlaða síðuna eða reyndu aftur síðar.

Algengar spurningar

Hvað gerist þegar ég hef skráð mig?

Svona virkar þetta:

  • Þú skráir þig
  • Við förum vel yfir upplýsingarnar
  • Þú færð aðgang að stjórnborði gististaðarins
  • Þú getur stillt framboð í dagatali, verð og allt annað
  • Þegar allt er til reiðu fer gististaðurinn á netið!

Þegar þú hefur skráð gististaðinn þinn förum við yfir allar upplýsingar frá þér til að ganga úr skugga um að allt sem við þurfum sé til staðar. Því næst sendum við þér notendaupplýsingar fyrir ytranetið með tölvupósti. Þar getur þú stillt framboð og verð hjá þér. Að því loknu færðu sendar leiðbeiningar um hvernig þú getur stillt gististaðinn svo hann birtist á Booking.com!

Athugið: Ef þú laukst við að skrá þig en hefur ekkert heyrt frá okkur ennþá, hafðu engar áhyggjur — við erum enn að fara yfir upplýsingarnar frá þér og verðum fljótlega í bandi.

Get breytt skráningarupplýsingunum mínum síðar?

Þegar þú hefur skráð þig hjá okkur getur þú breytt upplýsingunum hvenær sem er. Til dæmis, ef þú vilt bæta við nýrri aðstöðu eða ef þú vilt segja okkur betur frá svæðinu í kring — þú getur bætt þessum upplýsingum hvenær sem þú vilt.

Hverskonar myndir ætti ég að setja upp?

Þegar þú skráir þig biðjum við þig að setja myndir upp á svæðið þitt. Það gerum við því við vitum að gestir vilja gjarnan sjá og skoða myndir þegar þeir eru að leita að dvalarstöðum. Við mælum með því að þú setjir upp myndir sem sýna bæði innra og ytra byrði gististaðarins. Þær þurfa ekki að vera teknar af atvinnuljósmyndurum — myndir teknar með snjallsímum eru vel færar um að gefa gestum góða mynd af staðnum.

Hvenær verður gististaðurinn minn aðgengilegur á netinu?

Þegar þú hefur lokið við að skrá þig og við höfum yfirfarið allar upplýsingarnar þínar munum við senda þér tölvupóst sem útskýrir næstu skrefin sem þú þarft að taka til að gera gististaðinn virkan á Booking.com.

Hvað fæ ég í staðinn fyrir greidda söluþóknun?

Kraftmikil viðvera á netinu
Hjá Booking.com munum við markaðssetja síðu gististaðarins þíns á virkan hátt á leitarvélum eins og Google, Bing og Yahoo til að tryggja að hann birtist viðskiptavinum á heimsvísu, sem gerir staðinn sýnilegan fyrir mesta fjölda mögulegra gesta.
Nýstárleg tæki og eiginleikar
Þrautþjálfaðir sérfræðingar okkar vinna stöðugt að þróun vefsíðunnar og smáforrita til að þau séu í takt við notendavenjur viðskiptavina okkar hverju sinni, og tryggja að vefsíðan sé notendavæn til að stuðla að fleiri bókunum.
Staðfesting berst strax
Allar þær bókanir sem eru gerðar í gegnum Booking.com eru staðfestar strax svo þú þarft ekki að gera neitt aukalega.
Staðfestar gestaumsagnir
Við erum með duglegt starfsfólk sem staðfestir gestaumsagnir og tryggir sannindi þeirra. Það gefur þér aukinn trúverðugleika og hjálpar væntanlegum gestum að ákveða að gista hjá þér.
Þjónusta allan sólarhringinn
Starfsfólk þjónustudeildarinnar er til staðar allan sólarhringinn fyrir þig og þína gesti – á allt að 41 tungumáli.

Hvernig get ég komist að því hversu háa söluþóknun ég þarf að greiða af bókunum hjá mér?

Þegar þú hefur bætt gististaðnum þínum á Booking.com þarftu að greiða söluþóknun af hverri bókun. Þú getur séð hlutfall söluþóknunarinnar í hlutanum um „Samkomulagið“ í skráningarferlinu. Í lok hvers mánaðar sendum við þér greiðsluseðil með þeirri upphæð sem þú skuldar í söluþóknun.

Þarf ég að staðfesta allar bókanir hjá mér?

Þú þarft ekki að staðfesta neinar af bókununum þínum. Þegar viðskiptavinur bókar á gististaðnum þínum fær hann staðfestingu um það á netinu samstundis. Þetta sparar þér ómakið við að kanna hverja einustu beiðni frá öllum mögulegum gestum.

Hvað gerist ef gestir afpanta bókanir?

Þegar gestir afpanta bókanir, gæti annað af tvennu átt sér stað. Afpanti gestur bókun sem gerð var eftir ókeypis afpöntunarskilmálum, greiðir gesturinn ekkert og þú greiðir enga söluþóknun. Afpanti gestur bókun sem ekki var gerð eftir ókeypis afpöntunarskilmálum greiðir gesturinn gjald og þú greiðir söluþóknun að þeirri upphæð sem gesturinn greiðir þér.

Hvernig greiða gestir fyrir bókanirnar sínar?

Gesturinn greiðir fyrir sína bókun þegar hann mætir á gististaðinn. Við erum að vinna að því að bjóða fleiri möguleika til að taka við greiðslu frá gestum, þannig að á þeim tíma sem þú skráir gætu aðrir möguleikar þegar verið til staðar.

Hvað gerist ef gesturinn mætir ekki (no show)?

Mætti gesturinn ekki? Það er ekkert vandamál. Þú greiðir ekki söluþóknun fyrir gesti sem ekki láta sjá sig – nema þú hafir sett upp sérstakt „gjald ef gestur mætir ekki“ fyrir gesti þína.

Hvað gerist ef gestur vinnur skemmdir á gististaðnum mínum?

Eigendur gististaða geta krafist tjónatryggingar af gestum. Tjónatrygging getur komið sér vel til að standa undir kostnaði vegna mögulegra skemmda sem gestir kunna að valda og veitir þér ákveðna tryggingu fyrir því að farið verði vel með gististaðinn. Ef eitthvað kemur upp á er hægt að tilkynna það til starfsfólks okkar með því að senda tilkynningu um misferli gesta.